8.1.2003 0:00

Miðvikudagur 08. 01. 03

Klukkan 17.00 hittumst við í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna á reglulegum fundi og ræddum ítarlega um afstöðu okkar til væntanlegra tilmæla frá Landsvirkjun um ábyrgð borgarsjóðs á lántöku vegna Kárahnjúkavirkjunar.

 

Að loknum fundinum með borgarfulltrúunum fór ég á þingflokksfund, þar sem meðal annars var verið að kveðja Vilhjálm Egilsson, sem hefur sagt af sér þingmennsku og mun taka við starfi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. Það hefur verið mjög ánægjulegt að starfa með Vilhjálmi á þingi síðan 1991 og hefur hann verið einstakur formaður í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins.