Mánudagur 30. 12. 02
Klukkan 15.00 hittist borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna á fundi í ráðhúsinu. Hafði hann verið ákveðin fyrir jól til að fara yfir stöðu mála í ljósi þess, sem gerðist 18. desember. Gekk það eftir, að niðurstaða var fengin í þá óvissu um brogarstjóraembættið, sem þá skapaðist, því að daginn áður 29. desember lá ljóst fyrir, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mundi hætta sem borgarstjóri.
Við ræddum málið og fórum yfir nýja stöðu innan borgarstjórnar, sem að okkar mati hefur leitt til þess, að R-listinn er úr sögunni. Er við því að búast, að flokkadrættir verið meiri innan borgarstjórnar en áður hefur verið.