17.12.2002 0:00

Þriðjudagur 17.12.02

Klukkan 9.00 komu fulltrúar Landsvirkjunar á fund borgarráðs og greindu frá gangi samningaviðræðna við Alcoa um álver á Reyðarfirði, forsendu þess að ráðist verði í Kárahnjúkavirkjun. Af skýrslu þeirra varð mér ljóst, að samningar lofuðu góðu um framhaldið og ekkert væri því til fyrirstöðu að Reykjavíkurborg samþykkti sem 45% eigandi Landsvirkjunar að taka á sig eigendaábyrgð vegna virkjunarinnar.

 

Klukkan 12.00 var efnt til fundar í Ráðhúsinu með fulltrúum vegagerðarinnar, samgönguráðherra, þingmönnum Reykvíkinga og borgarfulltrúum til að ræða þá kosti, sem við blöstu vegna Sundabrautar - en álitaefnið snýst um hvaða leið eigi að fara yfir Elliðavoginn.

 

Um kukkan 14.00 hófst borgarráðsfundur og stóð hann fram yfir klukkan 16.00.

 

Klukkan 17.00 var fundur í Þingvallanefnd með forráðamönnum Bláskógabyggðar.