7.12.2002 0:00

Laugardagur 7.12.02

Fórum síðdegis til Hveragerðis með Orra, dótturson okkar, og Sigríði Sól, móður hans, og sáum Kardimommubæinn okkur öllum til mikillar ánægju. Þau eru hér mæðginin í stuttri heimsókn fyrir jólin frá New York.

Eftir að við höfðum ekið þeim aftur til Reykjavíkur héldum við Rut aftur austur fyrir fjall og að Kvoslæk, þar sem við vorum í einstakri blíðu og góðra vina hópi fram á sunnudag.