5.12.2002 0:00

Fimmtudagur 5.12.02

Var um morgunin á Stöð 2 í þættinum Ísland í bítið með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þar sem við ræddum um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en hún var til umræðu á borgarstjórnarfundi síðdegis þennan sama dag.

Það hefur verið mjög gagnlegt fyrir mig undanfarnar vikur að sitja fundi í borgarráði og fara yfir starfsáætlanir einstakra stofnana og sviða borgarinnar. Hefur komið mér á óvart, hve veikur grunnur er undir mörgu og hve pólitísk stefnumörkun og forysta virðist veik, enda fer fjárhagsáætlun 2002 meira en 2 milljarði króna fram úr áætlun og stefnir í óvissu á næsta ári.