8.12.2002 0:00

Sunnudagur 8. desember, 2002.

Tók þátt í Kastljósi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra um kvöldmatarleytið. Hún sakaði mig um ósannindi vegna þess að ég vakti máls á því, að skuldir hefðu verið fluttar frá borgarsjóði yfir á fyrirtæki eða fé úr fyrirtækjum til að bæta skuldastöðu borgarsjóðs. Var helst að skilja á henni, að ég hefði gengið fram af henni með því að segja, að þetta hafi gerst á árinu 1999. Einmitt í upphafi þess árs var mest fé flutt frá Orkuveitu Reykjavíkur til að bæta stöðu borgarsjóðs.