15.9.2001 0:00

Laugardagur 15.9.2001

Klukkan 15.00 fór ég í Gerðarsafn í Kópavogi, þar sem Gísli Sigurðsson og Hjörleifur Sigurðsson opnuðu málverkasýningar. Klukkan 16.00 fór ég á Kjarvalsstaði, þar sem opnuð var sýning á verkum Kristjáns Guðmundssonar. Klukkan 20.00 fórum við Rut í Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins á frumsýningu leikritsins Vilji Emmu.