21.4.2001 0:00

Laugardagur 21.4.2001

Klukkan 14.00 flutti ég ávarp við hátíðlega athöfn á vegum Háskóla Íslands og Árnastofnunar í tilefni af því, að 30 ár voru liðin frá heimkomu handritanna. Þá fékk ég einnig fyrsta eintak af glæsilegri bók, Konungsbók Eddukvæða. Klukkan 17.00 tók ég þátt í hátíðarfundi vegna 50 ára afmælis Sundsambands Íslands, sem efnt var til að Borgartúni 6.