20.1.2001 0:00

Laugardagur 20.1.2001

Klukkan 13.15 var aðalfundur Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Klukkan 14.15 vorum við Rut í Ásmundarsafni, þar sem Páll Guðmundsson frá Húsafelli opnaði sýningu. Klukkan 15.00 vorum við í Listasafni Íslands, þar sem þýski sendiherrann opnaði sýningu á verkum Gerhards Richters og auk þess var opnuð sýning á verkum Jóns Stefánssonar og innsetningu eftir Rúrí. Um kvöldið var ég á þorrablóti sjálfstæðismanna í Reykjavík.