16.12.2000 0:00

Laugardagur 16.12.2000

Fór klukkan 9.30 með Jóhönnu Maríu aðstoðarmanni mínum akandi í Snæfellsbæ, þar sem verið var að opna nýtt og glæsilegt íþróttahús í Ólafsvík. Var kominn heim aftur rétt fyrir kl. 19.00. Færðin var góð þótt Þröstur bílstjóri þyrfti að sýna aðgát vegna hálku og snjóblindu á sunnanverðu Snæfellsnesi.