25.11.2000 0:00

Laugardagur 25.11.2000

Klukkan 09.00 flutti ég ávarp við upphaf ráðstefnu evrópskra foreldrasamtaka á Hótel Loftleiðum, þar sem fjallað er um gildi tungumálakunnáttu. Klukkan 13.00 tók ég þátt í hátíð á vegum verkefnisins Kynslóðir mætast, en hún fór fram í Miðbæjarskólanum. 14 félags- og þjónustumiðstöðvar taka þátt í verkefninu með 14 grunnskólum Reykjavíkur.