1.7.2000 0:00

Laugardagur 1.7.2000

Héldum til Þingvalla klukkan 9.30, fórum Nesjavallaleið samkvæmt akstursleyfi, umferðarþungi kallaði þó alls ekki á að við færum þessa leið og við ókum ekki utan þjóðvegarins á nýrri varaleið frá Grafningsafleggjara að Hakinu. Vegna þessa akstursleyfis máttum við halda aftur til Reykjavíkur fyrir klukkan 17.00 og gerðum við það rúmlega 16.00 og fórum nú utan þjóðvegar vegna þess að einstefna austur var á leiðinni frá Reykjavík.