17.6.2000 0:00

Laugardagur 17.6.2000

Klukkan rúmlega 10.00 héldum við Rut af stað í Alþingishúsið, þar sem þeir voru að safnast saman, sem síðan gengu í skrúðgöngu að styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, hlýddu á ræður, söng og fjallkonuna og héldu síðan í Dómkirkjuna, þar sem biskup prédikaði. Klukkan 14.00 vorum við í Þingvallakirkju, þar sem sr. Þórhallur Heimisson þjónaði fyrir altari en ég flutti stólræðu. Klukkan 17.00 fórum við í Þjóðmenningarhúsinu, þegar Halldór Blöndal, forseti alþingis, opnaði sýninguna: Kristni í 1000 ár. Þennan dag birtist viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við mig í Degi.