10.6.2000 0:00

Laugardagur 10.6.2000

Klukkan 14.30 opnaði ég Höggmyndagarð að Sólheimum í Grímsnesi, sem hefur verið settur þar upp fyrir frumvkæði Péturs Sveinbjarnarsonar og er enn til marks um stórhug þeirra, sem standa að starfinu að Sólheimum. Eftir að ég kom aftur til Reykjavíkur skrapp ég í Laugardalshöllina, tjald við hana og Skautahöllina til að hlusta á hljómsveitir leika á tónlistarhátíðinni í Reykjavík, sem stóð yfir helgina. Hitti ég sérstaklega Stefán og félaga hans í Sálinni hans Jóns míns.