29.4.2000 0:00

Laugardagur 29.4.2000

Klukkan 10.00 hélt ráðstefna sérfræðinga um víkingasöguna áfram meðal annars með fyrirlestri Gísla Sigurðssonar. Klukkan 13.00 sýndi Helga Arnalds brúðuleikþátt sinn um Leif heppna. Klukkan 17.30 héldum við frá Washington til Baltimore og þaðan til Íslands en lent var klukkan 6.00 að morgni 30. apríl. Flugum við með hinni nýju Boeing 757-vél Flugleiða, Leifi Eiríkssyni, og gekk þar allt með ágætum og samkvæmt áætlun.