26.2.1999 0:00

Laugardagur 26.2.1999

Fórum árdegis og skoðuðum skrifstofu ræðismannsins og ritstjórnarskrifstofur Lögbergs Heimskringlu. Síðan fórum við að þinghúsi Manitoba en fyrir framan það er stytta af Jóni Sigurðssyni forseta eins og sú sem er fyrir framan Alþingishúsið, stöpullinn er lægri undir styttunni í Winnipeg og nýtur hún sín betur fyrir bragðið. Ræddum við, að ekki væri úr vegi að lækka stöpulin á Austurvelli. Þá var ekið í rigningunni til Gimli, þar sem við heimsóttum Betel- elliheimilið og snæddum hádegisverð og ræddum við forystumenn í röðum V-Íslendinga. Um kvöldið var svo þorrablót.