29.1.2000 0:00

Laugardagur 29.1.2000

Klukkan 8.15 vorum við í Þjóðarbókhlöðunni til að fylgjast með því, þegar skjalaböggull Erlendar í Unuhúsi var opnaður, auk þess sem ég opnaði Tónlistarvef Tónskáldafélags Íslands. Klukkan 10.00 var ég á Sandskeiði, þegar kveikt var á Íslandsvitanum. Klukkan 14.00 opnaði ég sýningu á ljósmyndum Sigríðar Zoëga í Hafnarborg. Klukkan 15.00 flutti ég ávarp þegar sýning Claudio Pamiggiani var opnuð í Listasafni Íslands. Klukkan 20.00 flutti ávarp ég við upphaf tónleika Kammersveitar Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu.