8.1.2000 0:00

Laugardagur 8.1.2000

Klukkan 11.00 hófst vígsluathöfn nýja iðnskólahússins í Hafnarfirði. Klukkan 15.00 var ég heiðursgestur á nýárssundi fatlaðra á vegum Íþróttasambands fatlaðra í Sundhöllinni í Reykjavík. Var ánægjulegt að fylgjast með dugnaði og áhuga hins unga sundfólks, en eins og alþekkt er hafa fatlaðir, íslenskir íþróttamenn náð frábærum árangri á alþjóðlegum móti, ekki síst í sundi. Er full ástæða fyrir þá, sem fjalla um íþróttir í fjölmiðlum, að gefa þessu íþróttastarfi gaum og skýra frá því.