1.1.2000 0:00

Laugardagur 1.1.2000

Klukkan 15.00 var ég á Bessastöðum í nýársmóttöku forseta Íslands. Klukkan 17.00 fórum við Rut á bænastund fyrir friði í Hallgrímskirkju, þar sem Raddir Evrópu sungu og ungt fólk frá þeim níu þjóðum, sem eiga fulltrúa í kórnum, las úr ritningunni á móðurmáli sínu en Bjarni Benedikt sonur okkar fór með upphafsbæn fyrir hönd íslensku kórfélaganna.