20.3.1999 0:00

Laugardagur 20.3.1999

Klukkan 12.00 fór ég á ráðstefnu sem Stafnbúi, félag nema í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri, efndi til í Borgartúni 6 og snerist um sjávarútvegsmálefni. Flutti ég ávarp við hádegisverð ráðstefnugesta. Klukkan 17.00 fór ég á tónleika Söngsveitarinnar Fílharmóníu, sem flutti Requiem Mozarts.