1.5.1999 0:00

Laugardagur 1.5.1999

Klukkan 11.00 fór ég í Þjóðarbókhlöðuna og hlustaði á fróðleg erindi um Jón Leifs í tilefni af aldarafmæli hans og tók þátt í því að opna vefsíðu um tónskáldið. Klukkan 14.00 hófust hátíðartónleikar Tónskáldafélags Íslands og Kammersveitar Reykjavíkur í tilefni af afmæli Jóns Leifs í Þjóðleikhúsinu. Þar flutti ég ávarp.