8.5.1999 0:00

Laugardagur 8.5.1999

Eftir að við Rut höfðum kosið fór ég í kosningamiðstöðina í Skipholti, þar sem var samastaður minn á kjördag, fyrir utan að eftir hádegi heimsóttum við Rut allar kosningaskrifstofur flokksins í borginni. Þar var mikill fjöldi fólks við störf. Um kvöldið var síðan kosningahátíð á Broadway fram eftir nóttu.