Laugardagur 19.6.1999
Þetta var stór dagur, brúðkaupsdagur Sigríðar Sólar dóttur minnar og Heiðars Más Guðjónssonar. Athöfnin fór fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og gaf sr. Einar Eyjólfsson prestur þar þau saman. Kirkjuna völdu þau vegna þess hve þeim þykir hún falleg, enda hefur hún verið endurgerð með glæsilegum hætti. Að lokinni vígslunni var boðið til hátíðar í Ásmundarsafni við Sigtún. Fór þetta allt mjög ánægjulega fram og lifir góð minning um daginn vonandi lengi í hugum þeirra, sem samfögnuðu með brúðhjónunum.