11.9.1999 0:00

Laugardagur 11.9.1999

Um hádegisbilið lauk dómnefnd í samkeppni arkitekta vegna fræðslumiðstöðvar við Hakið á Þingvöllum störfum, en ég var formaður hennar. Nefndin hafði skamman tíma til að dæma 31 tillögu en komst að einróma niðurstöðu og verður hún kynnt fimmtudaginn 16. september.