16.10.1999 0:00

Laugardagur 16.10.1999

Klukkan 10.45 flaug ég til Egilsstaða. Í hádeginu efndi ég til fundar með forvígismönnum Gunnarsstofnunar, sem hefur aðsetur á Skriðuklaustri. Klukkan 14 hófst 20 ára afmælishátíð Menntaskólans á Egilsstöðum í Valaskjálf. Að loknum ávörpum og skemmtiatriðum nemenda var boðið í kaffi í skólahúsinu, síðan var opnuð sýning á andlitsmyndum Kjarvals á Austfirðingum í Safnastofnun Austurlands. Þá átti ég fund um framtíð Eiða en þar standa mannvirki ónotuð eftir að ákveðið var, að starfsemi Menntaskólans á Egilsstöðum var sameinuð á einum stað. Tók ég flugvél heim klukkan 19.25.