30.10.1999 0:00

Laugardagur 30.10.1999

Klukkan 10.00 ávarpaði ég ráðstefnu kennara í Reykjavík og Reykjanesi um áhrif tölvu- og upplýsingatækni á störf kennara. Klukkan 11.00 tók ég á móti frönskum grunnskólanemendum og kennurum í alþingishúsinu ásamt nemendum og kennurum frá Hveragerði. Voru Frakkarnir þátttakendur í nemendaskiptum á milli landanna og komu í alþingshúsið í tilefni af því, að 2500. franski nemandinn var í hópnum. Klukkan 13.30 tók ég þátt í umræðum á þingi Iðnnemasambands Íslands.