28.2.1998 0:00

Laugardagur 28.2.1998

Eftir of langt hlé gafst mér tóm til að skjótast í bíó og sá myndina Sjö ár í Tíbet en bókina las ég fyrir mörgum árum, því að Bókfellsútgáfan gaf hana út á sjötta áratugnum, ef ég man rétt. Lýsir hún einstæðri för til Tíbets og kynnum að þjóðinni og Dalai Lama, þeim sem enn lifir, ungum. Þá kynnumst við einnig eyðileggingarstefnu Kínverja í Tíbet, þar sem þeir hafa nú í fimm áratugi keppst við að eyðileggja þetta friðsama og trúaða þjóðfélag. Framganga kínversku kommúnistanna í Tíbet er þeim til ævarndi skammar en gagnrýni á þjóðarútrýmingarstefnuna þar svara þeir jafnan með þeim hroka, sem þeim einum er laginn og við kynntumst, þegar Tævanir sóttu okkur heim síðastliðið haust. Þótti mér leiðinlegt, hve fáir voru í salnum til að sjá þessa fróðlegu og sönnu mynd.