21.3.1998 0:00

Laugardagur 21.3.1998

Klukkan 11 fórum við með vél Flugmálastjórnar til Sauðárkróks. Þegar ég vaknaði og hlustaði á fyrstu veðurfréttir var ég sannfærður um, að ég yrði að aka norður til að komast þar á fund klukkan 14.00. Ég var í þann mund að leggja af stað, þegar sagt var, að unnt yrði að fljúga. Nokkuð hvasst var þegar við lentum og töldu menn á jörðu niðri, að vélin myndi ekki lenda. Allt gekk þó að óskum enda vanir menn við stjórnvölinn og fundum við raunar meira fyrir vindinum, þegar farið á loft um fimmleytið, þótt þá hefði mikið lægt. Fundurinn á Sauðárkróki var haldinn í Kaffi Krókur og var salurinn þéttsetinn. Nokkrir komu alla leið frá Hvammstanga til fundarins.