28.3.1998 0:00

Laugardagur 28.3.1998

Klukkan 10.00 fór ég á ráðstefnu Sjálfstæðisflokksins um sveitarstjórnamál í tilefni af komandi kosningum. Klukkan 14.00 opnaði ég formlega Viðskipta- og tölvuskólann í Reykjavík, sem er framsækinn einkaskóli, rekinn af miklum stórhug af rafiðnaðarmönnum; skóli á heimsmælikvarða að mínu mati. Í fréttum hljóvarps ríkisins um kvöldið heyrði ég að Ari Sigvaldason sagði frá þessum atburði án þess að lýsa honum með nokkrum hætti og ræddi frekar um næsta skref rafiðnaðarmanna um margmiðlunar- og fjarkennsluskóla. Klukkan 17.00 fór ég á tónleika Fílharmónukórsins í Langholtskirkju og var þar fram að hlé. Eftir tónleikana fór ég í 60 ára afmæli Óðins í Valhöll.