2.5.1998 0:00

Laugardagur 2.5.1998

Klukkan 13.00 setti ég Íslandsmót í samkvæmisdansi í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Síðan fórum við í Hafnarborg, þar sem Jónína Guðnadóttir var að opna sýningu á innsetningum og lágmyndum. Klukkan 17.00 vorum við aftur komin í Hafnarfjörð til að taka þátt í barnakóramóti bæjarins, sem fór fram í Víðistaðakirkju.