9.5.1998 0:00

Laugardagur 9.5.1998

Klukkan 14.00 var hátíð í Borgarleikhúsinu, þar sem ég afhenti nýsköpunarverðlaun til grunnskólanemenda og bauð síðan í kökur og kaffi og djús. Klukkan 16.00 fórum við á tónleika Karlakórs Reykjavíkur í Langholtskirkju, Maísönginn, og hylltum jafnframt Pál Pamplicher Pálsson tónskáld sjötugan.