11.7.1998 0:00

Laugardagur 11.7.1998

Síðdegis var efnt til mikilla hátíðarhalda í Hvalfirði, þegar göngin undir fjörðinn voru formlega opnuð með ræðum og tónlist. Veðrið gat ekki verið betra og eftir athöfnina við göngin var öllum boðið til móttöku um borð í Akraborginni. Hvalfjarðargöngin eiga eftir að breyta meiru en við getum gert okkur í hugarlund á þessari stundu. Það verður ekki lengra að fara upp á Akranes en til Keflavíkur eða Hveragerðis. Er gleðilegt, hve vel hefur gengið við þessa miklu mannvirkjagerð.