22.8.1998 0:00

Laugardagur 22.8.1998

Í einstaklega fögru veðri var troðfullur salur í Valhöll klukkan 14 þegar þar hófst ráðstefna Sambands ungra sjálfstæðismanna um erfðarannsóknir og gagnagrunna undir stjórn Ásdísar Höllu Bragadóttur, formanns SUS. Voru um 250 manns á ráðstefnunni og hlustuðu á ræður forsætisráðherra og sérfræðinga um þetta mikilvæga mál, sem forsætisráðherra taldi hið mikilvægasta til meðferðar í stjórnmálum um þessar mundir. Kom það í minn hlut að draga saman niðurstöður og líta til framtíðar í ráðstefnulok.