Laugardagur 26.9.1998
Klukkan 9.30 hófst fjölmennt framhaldsskólaþing á vegum Hins íslenska kennarafélags og Kennarasambands Íslands og flutti ég ræðuvið upphaf þess. Um hádegisbilið hélt ég til Ísafjarðar eins og getið er hér að ofan, við komum aftur tæplega hálfníu um kvöldið og náði ég að skipta um föt og komast í hátíðarkvöldverð ungra sjálfstæðismanna og skoðanabræðra þeirra í Evrópu til heiðurs Davíðs Oddssyni á Hótel Sögu í sama mund og gestir voru að setjast að borðum.