Laugardagur 31.10.1998
Flugum eftir hádegi til Hólmavíkur og tókum þar þátt í 50 ára afmælishátíð grunnskólans var ég meðal þeirra, sem ávarpaði hina mörgu, sem sóttu hátíðina, síðan skoðuðum við skemmtilega sýningu um skólasöguna og á myndum nemenda og Finns Magnússonar, sem kenndi lengi við skólann. Um kvöldið fórum við í Þjóðleikhúsið og sáum Óskastjörnuna eftir Birgi Sigurðsson.