14.11.1998 0:00

Laugardagur 14.11.1998

Klukkan 11.00 hófst málræktarþing, þar sem ég flutti ávarp. Klukkan 14.00 fór ég á málþing Bandalags íslenskra leikfélaga um áhugamannaleikhús. Stóð málþingið fram undir 17.00. Við Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, fluttum stutt erindi og sátum fyrir svörum.