4.1.1997 0:00

Laugardagur 4.1.1997

Síðdegis laugardaginn 4. janúar var efnt til ættarmóts afkomenda afa míns og ömmu í Ánanaustum, Björns Jónssonar skipstjóra og Önnu Pálsdóttur, en þau eignuðust þrettán börn og nálgast afkomendur þeirra óðfluga þriðja hundraðið. Ásta Björnsdóttir, móðursystir mín, er fyrsti afkomandi þeirra, fædd 1908 og hin hressasta, þótt hún nálgist óðfluga nírætt. Hún ávarpaði okkur og gladdi eins og ævinlega. Lokaorð hennar höfðu að geyma hvatningu til unga fólksins um að mennta sig, því að góð menntun yrði aldrei frá manni tekin, eins og hún orðaði það.