18.1.1997 0:00

Laugardagur 18.1.1997

Í síðasta pistli sagði ég frá því, að eftir ritun hans ætlaði ég í senn að bregða mér í Borgarleikhúsið á 100 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur og síðan á tónleika hjá Kammermúsikklúbbnum. Afmælisveislan var svo löng, að ég komst því miður ekki á tónleikana, og kennir þetta mér, að færa ekkert inn í dagbókina fyrirfram. Síðara hluta vikunnar tókum við Rut okkur stutt frí og fórum meðal annars að Gullfossi í sólbjörtu frostveðri laugardaginn 18. janúar og var fossinn stórbrotinn í klakaböndum.