25.1.1997 0:00

Laugardagur 25.1.1997

Laugardaginn 25. janúar klukkan 13.00 hófst kjördæmisþing reykvískra sjálfstæðismanna að Hótel Sögu og stóð það fram undir kl. 17.00. Upp úr 18.00 fórum við Rut í móttöku Hverfafélags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi í Sundanesti, þaðan fórum við síðan á þorrablót sjálfstæðismanna í Valhöll og vorum ekki komin heim fyrr en undir miðnætti.