5.4.1997 0:00

Laugardagur 5.4.1997

Síðdegis laugardaginn 5. apríl fórum við Rut í Gerðarsafn í Kópavogi, þar sem þrír myndlistarmenn voru að opna sýningar: Sveinn Björnsson, Helga Egilsdóttir og Gréta Mjöll Bjarnadóttir. Einnig fór ég í Gallerí Fold, þar sem Daði Guðbjörnsson var að opna sýningu, en nýlega voru málverk hans tekin niður í húsakynnum menntamálaráðuneytisins, þar sem þau höfu verið til sýnis um nokkurra vikna skeið og svo sannarlega létt okkur skammdegismánuðina. Ps. Í síðasta pistli féll niður nafn stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og kórsins stóra, sem söng Carmina Burana á Akureyri, enn hann heitir Gumundur Óli Gunnarsson.