17.5.1997 0:00

Laugardagur 17.5.1997

Ég gat ekki setið þingfund til loka 17. maí, því að klukkan 14.00 hófst athöfn í Þjóðminjasafninu, þar sem opnuð var sýningin Kirkjur og kirkjuskrúð, sem er sameiginlegt framtak Norðmanna og Íslendinga. Af því tilefni kom Turid Birkeland, menningarmálaráðherra Noregs, til landsins og tók jafnframt þátt í þjóðhátíðarhöldunum 17. maí. Við vorum saman í hátíðarmesssu í Hallgrímskirkju kl. 11 sunnudaginn 18. maí, þegar Kirkjulistarvika var sett, síðan vorum við á skartgripasýningu í Norræna húsinu kl. 16.00 og á tónleikum Norðmanna í Hallgrímskirkju klukkan 17, en um kvöldið buðum við Rut ráðherranum heim í málsverð.