24.5.1997 0:00

Laugardagur 24.5.1997

Síðdegis laugardaginn 24. maí tókum við Rut þátt í 100 ára afmælishátíð Landakotsskóla í Reykjavík. Er hann elsti starfandi barnaskóli í höfuðborginni. Hann var að vísu stofnaður rúmlega 30 árum síðar en fyrsti barnaskóli Reykjavíkur, Miðbæjarskólinn, sem síðan hætti starfsemi sinni 1970.