Laugardagur 27.9.1997
Síðdegis flutti ég ræðu og svaraði fyrirspurnum á fundi Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, um menntamál. Eftir það var ég viðstaddur þegar fyrstu íslensku sjónfræðingarnir fengu afhent prófskírteini sín við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu og sagði nokkur orð af því tilefni.