Laugardagur 29.11.1997
Þennan dag var flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins haldinn að Hótel Sögu, en slíka fundi sækja álíka margir eða fleiri og sitja landsfundi annarra stjórnmálaflokka. Fyrir hádegi var rætt um sjávarútvegsmál og sat ég fundinn síðdegis. Sátum við ráðherrar flokksins fyrir svörum fundarmanna.