Laugardagur 13.12.1997
Atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið eftir aðra umræðu þess hófst klukkan 14 á Alþingi og stóð í tvær klukkustundir. Klukkan 17.00 fór ég á tónleika Mótettukórsins og Kristjáns Jóhannssonar í Hallgrímskirkju. Síðan á málverkasýningu Sigurbjörns Jónssonar og loks til Sævars Karls, sem var að opna nýja verslun í Bankastræti.