9.3.1996 0:00

Laugardagur 9.3.1996

Klukkan 9.30 að morgni laugardagsins 9. mars var ég við upphaf aðalfundar Bandalags íslenskra skáta og flutti þar ávarp. Þaðan fór ég beint til fundar við blaðamenn fréttablaða á landsbyggðinni, sem voru í endurmenntun í Tæknigarði hjá Sigrúnu Stefánsdóttur hjá Endurmenntunarstofnun HÍ. Ræddum við um skólamál í um það bil klukkustund. Klukkan 14 hófust menningardagar BÍSN með hátíðlegri athöfn í Kennaraháskóla Íslands. Um kvöldið var síðan árshátíð Heimdallar í Þjóðleikhúskjallaranum, þar sem við Rut vorum heiðursgestir. Birti ég ávarp mitt þar annars staðar á heimasíðunni.