19.10.1996 0:00

Laugardagur 19.10.1996

Laugardaginn 19. október tók ég klukkan 13 þátt í upphafi ráðstefnu á vegum útvarpsréttanefndar um ofbeldi á ljósvakanum. Flutti ég þar ræðu. Klukkan 18.00 þennan sama laugardag flutti ég ávarp við upphaf sýningar á verkum úr listaverkagjöf Ásgríms Jónssonar í Listasafni Íslands. Að kvöldi þessa sama dags fórum við á frumsýningu á leikritinu Svaninum á vegum Annars sviðs og Leikfélags Reykjavíkur á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu.