Laugardagur 2.11.1996
Laugardaginn 2. nóvember flutti ég ávarp við upphaf málþings um handverk í Norræna húsinu. Var þar fullt út úr dyrum, sem staðfestir hinn mikla og vaxandi áhuga, sem er á þessum málum hér á landi. Það var einnig troðið út úr dyrum í Háskólabíói síðdegis laugardaginn 2. nóvember á 80 ára afmælistónleikum Karlakórsins Fóstbræðra.