9.11.1996 0:00

Laugardagur 9.11.1996

Síðdegis laugardaginn 9. nóvember skrapp ég í sýningarsalinn Önnur hæð að Laugarvegi 37, þar sem sýning eftir Lawrence Weiner var að hefjast. Hitti ég listamanninn og ræddi við hann um verk hans, en á veggi sýningarsalarins hefur hann ritað um þau áhrif, sem dagsljós og silfurberg hafa til að móta liti. Þarna var frekari stoðum skotið undir þá skoðun, að sköpunarmætti mannsins séu lítil sem engin takmörk sett, en okkur skorti hins vegar mörg kunnáttu og dirfsku til að nýta þennan mátt til opinberra afreka. Er ánægjulegt, hve margir heimsþekktir brautryðjendur á sviði myndlistar kunna að meta aðstæður hér á landi bæði vegna náttúru landsins og þess andrúmslofts í listalífi, sem þeir kynnast. Af viðræðum við innlenda kunnáttumenn ræð ég, að þeim finnst þeir, sem að ferðamálum starfa, ekki átta sig nægilega vel á gildi þessarar staðreyndar. Kemur það heim við reynslu mína.