7.10.2000 0:00

Laugardagur 7.10.2000

Fagurt veður var á Akureyri og fórum við í gönguferð fyrir hádegi í Lystigarðinn og í Skautahöllina, sem var ánægjulegt að skoða. Flugum til Reykjavíkur uppúr hádeginu í Metro-vél, var það í fyrsta sinn, sem ég fór í slíkt farartæki, og fékk ég snert af innilokunarkennd, áður en lagt var í loftið, en ferðin tók ekki nema rúmar 30 mínútur.